Nýjar styrkveitingar

Hringurinn hefur veitt Barnaspítala Hringsins styrk upp á 1,2 milljónir króna til að kaupa myrkvunargluggatjöld og glermilliveggi við sturtur á Barnadeildinni.
Skammtímavistunin Álfalandi fékk 460 þúsund krónur til að kaupa sérútbúna kerru en þar dvelja mikið fötluð börn.
Skammtímavistunin Árland fékk tölvu, skjá, sjónvarp, hljómtæki og leikjatölvu samtals að upphæð rúmar 400 þúsund krónur.
– Þá fékk Göngudeild ofnæmis Ipad. Þangað koma um eitt þúsund börn á ári sem eiga oft erfitt með að sitja alveg kyrr og þá kemur Ipadinn vonandi að góðum notum.

Aðrar fréttir