Nýir styrkir upp á 20 milljónir
Frá áramótum hefur Hringurinn veitt styrki til tækjakaupa á Barnaspítala Hringsins og Landspítala upp á kr. 20.550.000.-
Stærsti styrkurinn er til Vökudeildar Barnaspítala Hringsins vegna endurnýjunar á gjörgæslukerfi. Meðal annars verða keyptir 14 nýir gjörgæsluvagnar. Styrkurinn er upp á kr. 12.950.000.-
Hjarta- og brjóstholsskurðlækningar á LSH við Hringbraut fengu 4,2 milljónir króna til að kaupa blóðstorkumæli. Tækið gerir kleift að mæla nákvæmlega hvort og þá hvaða efni vanti til eðlilegrar blóðstorku hjá sjúklingum sem er að blæða eða eru í aukinni hættu á að blæða. Tækið er sérstaklega gagnlegt í skurðaðgerðum á börnum sem hafa lítið blóðmagn vegna smæðar sinnar. Mikilvægt er einnig að forðast ef hægt er óþarfar blóð- og blóðhlutagjafir, ekki síst hjá ungum börnum, en viss áhætta fylgir blóðhlutagjöfum bæði til skemmri og lengri tíma.
Skurðstofa E-5 á LSH Fossvogi fékk 3,4 milljónir króna til að kaupa linsur til aðgerða á eyrum barna og berkjuspeglunartæki. Tækið er til dæmis notað að sækja aðskotaí lungnaberkjur, skoða lungnabyggingu eða gera á þeim aðgerðir s.s. fjarlægja æxli og fyrirferðir. Einnig koma tækin að notum þegar illa gengur að tryggja loftveg barna við svæfingu.