Jólakort Hringsins 2016

Sala jólakorta er ein meginstoðin í fjáröflun Hringsins. Myndin sem prýðir jólakort Hringsins þetta árið heitir “Tak mót gjöfum mínum” og er eftir myndlistarkonuna Soffíu Sæmundsdóttur. Hún hefur verið virk í íslensku myndlistarlífi undanfarna áratugi. Soffía hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir list sína og verk hennar eru í eigu fjölmargra aðila og stofnana.

Aðrar fréttir