Jólabasar Hringsins 2022

Hinn víðfrægi Jólabasar Hringsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 6. nóvember kl. 13.
Til sölu verða einstaklega fallegir handgerðir munir og prjónavörur að ógleymdri kökusölunni með öllum sínum glæsilegu tertum, smákökum og hvers kyns kruðeríi.
Loks markar Jólabasarinn upphaf jólakortasölu Hringsins.
Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Aðrar fréttir