Hringurinn tekur við gjöf

Þessar flottu stöllur föndruðu armbönd, löbbuðu í hús og seldu til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Þær söfnuðu alls 28.500 kr.
 
Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, veitti gjöfinni viðtöku og afhenti stöllunum þakkarskjal frá Hringnum.
 
Takk kærlega fyrir stuðninginn okkar kæru!
 
Myndbirting með leyfi forráðamanna.

Aðrar fréttir