Hringurinn tekur við gjöf

Þessar öflugu stöllur, Lára Ísadóra, Karlotta og Anna Guðný, héldu nýlega tombólu fyrir utan Melabúðina til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Þær söfnuðu 8.050 kr. og settu í söfnunarkúluna í anddyri Barnaspítalans.
Ástæðan fyrir söfnununni er sú að Lára Ísadóra þurfti einu sinni að leggjast inn á spítalann í sex daga þegar hún greindist með sykursýki. Þær vinkonur vildu halda áfram að styrkja Hringinn svo við gætum haldið áfram að hjálpa börnum.
 
Takk innilega fyrir stuðninginn okkar kæru.
 
Myndbirting með leyfi forráðamanna.

Aðrar fréttir