Hringurinn tekur við gjöf

Það er alltaf jafn gaman að segja frá því hvað krakkar gefa okkur Hringskonum ekkert eftir í fjáröflunum!
Nýlega var haldin Góðgerðarvika í Helgafellsskóli í Mosfellsbær . Gerðu fimm drengir í 8. bekk sér lítið fyrir og söfnuðu vinningum hjá fyrirtækjum í bænum og héldu happdrætti til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins.
Þeir félagar Hreiðar Árni Þorleifsson, Nóel Vilbergsson, Jens Ólafur Brynjólfsson, Konráð Breki Birgisson og Ragnar Leó Bjarkason (vantar á mynd) söfnuðu alls 38.000 kr.!
 
Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, veitti gjöfinni viðtöku og afhenti félögunum þakkarskjal frá Hringnum. Takk kærlega fyrir stuðninginn, okkar kæru 💙
 
Myndbirting með leyfi forráðamanna.

Aðrar fréttir