Hringurinn tekur við gjöf

Þessar öflugu stöllur föndruðu lyklakippur og seldu til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Hinar 9 ára gömlu Nadía Lív Davíðsdóttir, Maren Lind Arnardóttir og Una Soffía Sigurvinsdóttir söfnuðu alls 11.000 kr. og rann allur ágóðinn til Hringsins 💪⁠

Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, veitti gjöfinni viðtöku og afhenti stöllunum þakkarskjal frá Hringnum. Takk kærlega fyrir stuðninginn, okkar kæru 💙⁠

Myndbirting með leyfi forráðamanna.

Aðrar fréttir