Hringurinn gefur sýndarsjúkling

Í september samþykkti stjórn Hringsins styrk til Menntadeildar Landspítals til kaupa á Sim baby sýndarsjúklingi að fjárhæð 4.819.293 kr.
 
Sýndarsjúklingar eru gríðarlega mikilvægir í þjálfun og kennslu heilbrigðisstarfsfólks en þeir líkja eftir raunverulegum líffræðilegum gildum sem hægt er að mæla og meta hjá veikum sjúklingum.
Alvarleg og lífshættuleg veikindi barna eru sem betur fer sjaldgæfur viðburður en einmitt vegna þess er erfitt fyrir starfsfólk að öðlast reynslu í að meta veik börn. Því er þverfagleg hermikennsla mikilvægur liður í þjálfun því hún gefur starfsfólki tækifæri til að æfa sig í eins raunverulegum aðstæðum og hægt er undir handleiðslu reyndra leiðbeinenda.

Aðrar fréttir