Í apríl samþykkti stjórn Hringsins styrk til Gjörgæsludeildar Landspítalans á Hringbraut til kaupa á einu sjúkrarúmi fyrir börn að fjárhæð 1.085.173 kr.
Í dag eru notuð fullorðinsrúm fyrir börn sem hentar illa fyrir aldurshópinn frá 0 til 12 ára. Þyngd barns er afar mikilvægur þáttur í meðferð þar sem það gefur vísbendingar um vökvajafnvægi meðal annars en snúið getur t.d. reynst að vigta barn í öndunarvél.
Rúmið sem styrkurinn er veittur fyrir hentar vel fyrir þennan aldurshóp ásamt því að vera með innbyggðri vigt.