Hringurinn gefur sjúkrarúm
Í júní síðastliðnum gaf Hringurinn Barnaspítalanum átta sjúkrarúm fyrir börn og ungmenni. Styrkupphæðin vegna kaupanna er rúmar 3,6 milljónir króna. Hringurinn vinnur að því að aðbúnaður og tæki á Barnaspítalnum sé á við það allra besta sem þekkist. – Það hefur tekist með stuðningi og velvilja svo ótal margra.