Hringurinn gefur rúmar 27 milljónir
Nýjar styrkveitingar Hringsins eru upp á rúmar 27 milljónir króna. Meginhluti upphæðarinnar er tæplega 24 milljóna króna styrkur til tækjakaupa fyrir Barnaskurðdeild Barnaspítala Hringsins. Endurnýja á öll speglunartæki á skurðdeildinni og áætluð innkaup ná yfir þrjú ár. Einnig var veittur styrkur til Þroska- og hegðunarstöðvar að upphæð 205 þúsund krónur til að kaupa nýtt CPT greiningarpróf, Vinir Hrings fengu 500 þúsund til fjármagna heimsóknir lukkudýrsins Hrings á Barnaspítalann og 2,5 milljónir voru veittar til breytinga á Barnaspítala þar sem ráðgert er að breyta býtibúri í skoðunarstofu.
Til fróðleiks er hér listi yfir tækjabúnaðinn sem keyptur verður á barnaskurðstofu Barnaspítala Hringsins.
Magaspeglunartæki – Nasal gastro 3.213.644 kr
Pediatric 3.690.401 kr.
Tvö pediatric ristilspeglunartæki 4.344.095 kr.
Berkjuspeglunartæki – Neonatal 2.742.013 kr.,
Pediatric standard 2.742.015 kr.
Pediatric slim 2.742.013 kr.
Alls kr. 23.818.271 kr.