Í mars samþykkti stjórn Hringsins styrk til Vökudeildar til kaupa á 12 öndunarnemum, að fjárhæð 1.918.800 kr.
Eftirlit með lífsmörkum fyrirbura er mikilvægt á Vökudeild. Þegar þau vaxa og þroskast er mögulegt að einfalda eftirlitið og styðjast við öndunarnema. Öndunarnemi nemur öndun barnsins og gefur merki ef engin boð berast í ákveðinn tíma.
Á Vökudeildinni er haft það verklag að börn útskrifist heim með öndunarnema undir vissum kringumstæðum. Þess vegna er mikilvægt að nægur tækjakostur sé til reiðu og vill Hringurinn styðja við það.