Hringurinn gefur ómtæki

Í nóvember samþykkti stjórn Hringsins styrk til Vökudeildar Barnaspítala Hringsins til kaupa á ómtæki að fjárhæð kr. 5.987.825.
 
Ómtæki er notað til að skyggnast inn í mannslíkamann, skoða innri líffæri og greina þannig hina ýmsu sjúkdóma. Á Vökudeildinni hefur ómtæknin einkum verið notuð til að greina sjúkdóma í hjarta, heila og kviðarholslíffærum, en nýlega hefur hún einnig verið notuð við greiningu á lungnasjúkdómum.
Gott aðgengi að góðri ómsjá er nauðsynlegur hluti nútíma gjörgæslumeðferðar, sem eykur öryggi og bætir meðferð sjúklinga.

Aðrar fréttir