Hringurinn gaf 110 milljónir
Þann 26. janúar 2014 átti Hringurinn 110 ára afmæli. Af því tilefni afhentu Hringskonur Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna.
Eina milljón fyrir hvert ár. Gjöfin var afhent forsvarsmönnum spítalans við hátíðlega athöfn á afmælisdaginn.
Á 70 ára afmæli Barnaspítalasjóðs Hringsins árið 2012 var samþykkt að gefa Barnaspítalanum 70 milljónir króna og var gjöfin afhent í janúar 2013.