Hlauptu hring fyrir Hringinn

Úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það hefur verið metnaður Barnaspítalasjóðs frá stofnun hans árið 1942 að börn hafi aðgang að bestu lækningatækjum og búnaði sem til er á hverjum tíma. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið að styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar sé sá allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa að nýta þjónustu Vökudeildar.

Í ár söfnum við fyrir 12 sérútbúnum vöggum fyrir fyrirbura, 10 vöggum fyrir einbura og 2 fyrir tvíbura. Það eru komin 14 ár síðan vöggurnar voru endurnýjaðar á Vökudeildinni.

Leggðu okkur lið og hlauptu Hring fyrir Hringinn. Allt sem safnast rennur óskipt til tækjakaupa.

Við hvetjum hlauparana okkar að vera með í Facebook hlaupahópnum okkar.

Hægt er að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið hér.

Hlökkum til að sjá ykkur í hlaupinu 24. ágúst og á FIT  & RUN hátíðinni dagana fyrir hlaupið!

 

Aðrar fréttir