Hálsmen Hringsins 2022!

Hringurinn reynir sífellt að finna upp á nýjum leiðum til fjáraflana og kynnum við með stolti nýjustu vöru okkar – hálsmen Hringsins 2022!

Við fengum til liðs við okkur listakonuna og snillinginn Hildi Hafstein og er útkoman þetta gullfallega hálsmen.

Hálsmenið er fáanlegt í tveimur útgáfum, úr sterling silfri og gullhúðuðu silfri.

Þau fást að sjálfsögðu í vefverslun okkar en eru einnig seld hjá Hildi Hafstein Klapparstíg 40.

Allur ágóði rennur til Hringsins.

Aðrar fréttir