Góðgerðarbingó Hringsins

Hringurinn ætlar að halda glæsilegt góðgerðabingó miðvikudaginn 21. apríl kl. 18:00, þar sem til margs er að vinna: Snjallúr, hótelgistingar, þyrluflug yfir gosstöðvarnar og margt fleira!⁠

Kynnar verða skemmtisálufélagarnir Hjálmar Örn og Eva Ruza.⁠
Hægt verður að kaupa bingóspjöld á tix.is á litlar 1.000 kr.!⁠

Almennri sölu líkur þriðjudagskvöldið 20. apríl kl. 20 og verða spjöldin send kaupendum í tölvupósti sama kvöld.⁠

Að þessu sinni söfnum við fyrir tveimur tækjum – annars vegar svefnrita og hins vegar koltvíoxíðmæli – til að rannsaka kæfisvefn barna, en tækin kosta 8.600.000 kr.⁠

Kæfisvefn er talsvert algengur hjá börnum og þau sem greinast með kæfisvefn og/eða króníska öndunarbilun þurfa fjölbreyttan öndunarstuðning. Flest börn eru rannsökuð með tæki sem þau sofa með heima en við alvarlegri vanda þar sem hætta er á uppsöfnun koltvísýrings þarf að rannsaka börnin með flóknari tækjum á Barnadeild Landspítalans.⁠

Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning Barnaspítalasjóðs Hringsins.⁠
Kennitala Barnaspítalasjóðs Hringsins er 640169-4949 og reikningsnúmer er 0101-26-054506.⁠

Allur ágóði bingósins rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.

Aðrar fréttir