Fossar markaðir gáfu 4 milljónir

Forsetafrú Eliza Reid og Aðalheiður Magnúsdóttir voru heiðursgestir á jólafundi Hringsins. Við það tilefni afhenti Aðalheiður Barnaspítalasjóði Hringsins fjórar milljónir króna frá Fossum mörkuðum og viðskiptavinum þeirra. Félagsfundur Hringskvenna í desember er með hátíðlegum jólabrag og flutti Eliza hugvekju þar sem hún sagði frá aðventunni í Kanada þegar hún var barn.

Fossar Markaðir er ungt fjármálafyrirtæki sem hóf göngu sína fyrir rúmu einu og hálfu ári. Fyrirtækið vill láta gott af sér leiða og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Því var ákveðið að einn dag á ári mun það gefa allar þóknanir fyrirtækisins til góðs málefnis. Þetta er í annað sinn sem Fossar markaðir og viðskiptavinir færa góðgerðarfélagi höfðinglega gjöf fyrir jól. Í fyrra fékk Mæðrastyrksnefnd veglegt framlag. Þessi árlegi viðburður hefur fengið nafn og mun hér eftir heita: Takk dagur Fossa markaða og viðskiptavina.

Aðrar fréttir