Erfðagjafir

Erfðagjafir felast í því að ánafna hluta af eignum þínum til einstaklinga, stofnana, félaga eða annarra lögpersóna sem eru þér kær. Erfðagjöf er því ekki gjöf sem þú gefur í dag heldur mun hún berast eftir þinn dag.
Erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanskildar erfðafjárskatti.

Erfðagjafir eru gefnar með erfðaskrá. Allir lögráða einstaklingar mega gera erfðaskrá og þar með gefa erfðagjafir. Engar lágmarks- eða hámarks upphæðir eru á erfðagjöfum og er hægt að ánafna prósentu af arfi, ákveðinni upphæð eða tiltekinni eign.

Sért þú að íhuga að gefa góðgerðarfélagi erfðagjöf mælum við með að ráðfæra sig við lögfræðing þegar gengið er frá erfðaskrá til að tryggja að hún sé lögum samkvæm. Þú getur valið að leita til lögfræðings að eigin vali en Hringurinn býður einnig upp á aðstoð sé óskað eftir því.