Barnaspítali Hringsins 60 ára

Barnaspítali Hringsins fagnaði 60 ára afmæli sínu mánudaginn 19. júní 2017. Í tilefni af afmælinu heimsóttu forseti Íslands og heilbrigðisráðherra spítalann. Hápunktur dagsins var þó þegar Hringskonur afhentu spítalanum formlega búnað fyrir um 50 milljónir króna.

Þar á meðal 14 gjörgæsluvagnar, sex öndunarvélar og tengikvíar fyrir sprautudælur. Allar þessar gjafir verða nýttar á vökudeild Barnaspítalans.

Gjörgæsluvagnarnir eru sérstaklega mikilvægur hluti af gjöfinni, því að í haust verður skráningin á vökudeildinni öll rafræn með notkun á nýju kerfi, auk þess sem hægt verður að safna stöðugt öllum upplýsingum frá þeim tækjum sem þarf við þá flóknu meðferð sem gjörgæsla nýbura er. Öndunarvélarnar eru talsvert fullkomnari en eldri gerðir og geta sameinað meðferð sem tvær mismunandi vélar þurfti til áður.

Hringurinn er öflugur bakhjarl fyrir Landspítalann og sem dæmi má nefna að gjafir kvenfélagsins til Barnaspítalans undanfarin 15 ár nema ríflega 800 milljónum króna og ef taldar eru með gjafir til annarra starfseininga spítalans þá er fjárhæðin rúmur milljarður króna.

Á vef Landspítalans er nánari umfjöllun um afmælið og myndir frá afmælishátíðinni. http://www.landspitali.is/um-landspitala/frettir-og-vidburdir/frett/2017/06/20/Barnaspitali-Hringsins-60-ara-Godir-gestir-og-glaesilegar-gjafir/

Aðrar fréttir