Nýir ljósalampar á Vökudeildina
Nýverið samþykkti stjórn Hringsins að veita Vökudeild Barnaspítala Hringsins styrk til að kaupa níu ljósalampa ásamt fylgihlutum.
Styrkurinn hljóðar upp á rúmar sjö milljónir króna.
Hringurinn safnaði sérstaklega fyrir nýjum ljósalömpum fyrir Vökudeildina í tengslum Reykjavíkurmaraþonið og er takmarkið nú orðið að veruleika.
Gula er algeng hjá nýburum á fyrstu dögum lífsins. Hún orsakast af mikilli þéttni gallrauða í blóði og vefjum barnsins. Oftast er nóg að meðhöndla guluna með því að setja börnin í þar til gerð ljós sem gerir gallrauðann vatnsleysanlegan þannig að að hann skilst auðveldar úr líkama barnsins. Ef sú meðferð dugir ekki til þarf að skipta um blóð í barninu sem gerist einkum ef misræmi er milli blóðflokka móður og barns.
(Heimild: Blaðagrein eftir Þórð Þorkelsson, yfirlækni nýburalækninga Vökudeildar Barnaspítala Hringsins. Birt í tengslum við fjáröflun Hringsins vegna Reykjavíkurmaraþons 2019).