Styrkveitingar Hringsins
Hér fylgir yfirlit yfir styrkveitingar Hringsins frá áramótum. Samtals eru þetta styrkir upp á rúma 21 milljón króna.
– Skurðstofa Landspítala við Hringbraut kr. 2.014.368.- Tæki vegna kviðspeglunaraðgerða.
– Gjörgæsla- og vöknun á Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut kr. 2.419.186.- Tvö blöðruómtæki.
– Kvenna- og barnasvið Landspítala kr. 643.566.- Tveir mjólkurhitarar og fjórtán veggfest skiptiborð. Mjólkurhitararnir sem um ræðir hafa þá kosti að geta hitað allt frá einum millilítra og upp í 250 millilítra með heitu lofti. Það má hita brjóstamjólk í þessum hiturum án þess að eyðileggja próteinin í henni.
– Fósturgreiningadeild Barna- og kvennasviðs Landspítala kr. 404.030.- Sex birgðavagnar.
– Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins kr. 700.000.- Þroskaleikföng fyrir yngstu börnin, þroska og rofaleikföng, spjaldtövur fyrir eldri börn og þjálfunartæki í sal fyrir börn með þroskafrávik.
– Starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti kr. 275.450.- Borðtölva og fartölva fyrir ungmenni með fötlun.
– Skurðstofur LSH kr. 1.209.583.- Blöðruómtæki fyrir börn.
– Skurðstofugangur E5 Fossvogi kr. 1.209.583.- Blöðruómtæki fyrir börn.
– Bæklunarskurðdeild Landspítala Fossvogi kr. 2.335.500.- Verkfærasett og teinar til að nota við meðhöndlun brota á rörbeinum.
– Sjúkrahúsið á Akureyri. – Æfingadúkka fyrir kennslu á notkun barkatúbu fyrir börn. Kr. 250.000.-
– Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans kr. 10.000.000.- Styrkur til að kaupa nýja litningasamstæðu. Litningagreinasamstæðan samanstendur af smásjá, myndavél, sjálfvirkum leitara, tölvu, forritum, flúrkubbum og þremur útstöðvum. Samstæðan virkar þannig að smásjárglerjum er raðað í sjálfvirkan leitara, sem er tengdur við smásjána og tölvuna. Tölvuforritið sér svo um að myndavélin taki myndir af þeim frumum sem eru á glerinu. Næst er unnið úr litningamyndunum við útstöðvarnar. Ein samstæða gagnast við allar rannsóknirnar og er mikill vinnusparnaður falinn í sjálfvirkninni. Heildarkostnaður er rúmar 23 milljónir króna og greiðir Hringurinn því hluta kostnaðarins.
Samtals veittir styrkir: Kr. 21.461.266.-