Leikherbergi á bráðamóttöku
Hringurinn hefur samþykkt styrkbeiðni frá bráðamóttöku LSH í Fossvogi um að endurnýja leikherbergi. Styrkurinn er upp á 1.340.000 krónur og verða keypt húsgögn, leikföng og tveir I-pad. Annar I-padinn er fyrir fötluð börn sem þurfa oft í tímafrekar og erfiðar meðferðir en hitt tækið er fyrir slösuð börn. Árlega leita yfir 15 þúsund börn á bráðamóttökuna.