Jólabasarinn tókst vel
Kærar þakkir til allra sem lögðu leið sína á Jólabasarinn. Það var frábær aðsókn og við náðum að jafna metsölu frá því í fyrra. Eins og öll önnur fjáröflun félagsins fer innkoman af Jólabasarnum óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins.