Hálsmen Hringsinns silfur
15.900 kr.
Hálsmenið er innblásið af hinu óeigingjarna starfi Hringskvenna, en meninu er
ætlað að endurspegla þá ást og umhyggju sem þær veita í gegnum starfið.
Hálsmenið sýnir hjartaform og tvo arma sem halda utan um Regnboga
mánastein. Hjartaformið táknar ást, góðvild og samúð en steinnin er tákn fyrir
börnin. Regnboga mánasteinn ýtir undir gleði og fallegar hugsanir en hann
hefur tengingu við andlegan vöxt og innsæi. Hann veitir róandi orku sem
hjálpar að ná tilfinningalegu jafnvægi og innri frið. Perulögun steinsins táknar
áminningu um að umvefja jafnt þá gleðilegu sem hina krefjandi þætti lífsins.
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð
Hringsins sem starfað hefur í þágu barna frá árinu 1904.
Allur ágóði af vefverslun Hringsins rennur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hringsins.