Í apríl samþykkti stjórn Hringsins styrk til Svæfingadeildar LSH við Hringbraut til kaupa á tannhreinsitæki til ítarlegrar tannhreinsunar hjá börnum í svæfingum að fjárhæð 345.200 kr.
Tannskemmdir og glerungsgallar eru algengustu tannsjúkdómar barna almennt. Meðal langveikra barna, m.a. barna sem þjást af alvarlegri flogaveiki og barna sem ekki borða um munn, koma einnig til önnur vandamál, en þar ber hæst mjög umfangsmikil uppsöfnun tannsteins sem getur haft frekari afleiðingar. Með tækinu verður hægt að veita börnum sem besta meðferð.