Jólakaffi Hringsins 2022

Loksins er komið að því – Jólakaffi Hringsins verður haldið á ný eftir smá hlé í Hörpu sunnudaginn 4. desember kl.13.30. Húsið opnar kl 13. Happdrætti, skemmtiatriði og heimagerðar kræsingar að vanda. Jólakaffið er hluti af jólahefð margra og svo sannarlega hluti af hefð okkar Hringskvenna.
Verð:
3.000,- fyrir 13 ára og eldri.
1.300,- fyrir 6-12 ára.
Frítt fyrir 5 ára og yngri.
Verð á happdrættismiða 1.000,-

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins.

Aðrar fréttir