25. nóvember 2019 Jólanæla Hringsins 2019
Jólanælan er nýjung í fjáröflun Hringsins. Sala á Jólanælunni 2019 hefst formlega á Jólakaffi Hringsins í Hörpu sunnudaginn 1. desember og stendur til 15. desember.
Sölustaðir eru Bónusverslanir í Holtagörðum, Smáratorgi, Garðabæ og Skeifunni. Einnig í Ömmu mús og Storkinum.
Hönnuðir nælunnar eru Hringskonur ásamt velunnurum Barnaspítalasjóðsins. Allur ágóði af sölu nælunnar rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Kaup á Jólanælu Hringsins er tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru hættir að senda jólakort en vilja gjarnan styrkja Barnaspítalasjóðinn fyrir jólin.