120 ára afmæli Hringsins

Þann 23. apríl var hátíðarathöfn á Barnaspítala Hringsins þegar Hringskonur afhentu Barnaspítalanum 120 milljónir í tilefni 120 ára afmæli Hringsins á síðasta ári.

Á myndinni er Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu á Barnaspítala Hringsins, að taka við afmælisgjöfinni frá Önnu Björk Eðvarðsdóttur, formanni kvenfélagsins Hringsins, í Hringsal spítalans.

Ljósmynd tekin af vef Morgunblaðsins / Ljósmyndari: Eggert

Aðrar fréttir